Styrkið ABC með súpuáti

abcEftirfarandi fréttatilkynning hefur borist atlisteinn.is (óbreytt fyrir utan að innsláttarvillur eru færðar til betri vegar):

Styrktarsúpa á veitingastaðnum Basil og Lime! (feitletrun er ritstjórnar)

Veitingastaðurinn Basil og Lime, Klapparstíg 38, býður vegfarendum upp á súpu og brauð frá kl. 12:00 – 14:00 á laugardögum fram að jólum.  Súpan er seld í upphituðu tjaldi við veitingastaðinn. Öll vinna og hráefni í súpuna er gefið og rennur andvirðið í neyðarsjóð ABC. Þetta er annað árið sem veitingastaðurinn styrkir ABC barnahjálp á þennan hátt.

Við hvetjum alla sem eiga leið um miðbæinn á laugardögum til að staldra við og fá sér ljúffenga súpu og styrkja gott málefni.

Kær kveðja,

ABC barnahjálp

Athugasemdir

athugasemdir