Upplýsingarnar á matseðlum allra veitingahúsa sem reka 20 eða fleiri staði undir sama nafni verða frá 1. nóvember 2010 að ná til hitaeiningafjölda hvers einasta réttar sem þar er boðið upp á og gildir það jafnt um matseðla inni á staðnum og þá sem birtir eru viðskiptavinum sem koma að bílalúgu.
Vænta má töluverðrar vinnu við þetta þar sem reglurnar ná til 5.800 veitingastaða í 50 mismunandi skyndibitakeðjum. Og hvað kemur til? Jú, meira en helmingur fullorðinna íbúa Massachusetts er of feitur og nú á að upplýsa fólkið um óhollustuna sem það úðar í sig svo það geti að minnsta kosti tekið upplýsta ákvörðun um að vera feitt. Nýju lögin hafa hlotið ákaflega lýsandi viðurnefni, mjóu lögin eða the Lean Act.