Hérna er stikla norskra fjölmiðla úr kvikmynd Erik Skjoldbjærg, NOKAS, sem vakið hefur gríðarlegt umtal hér í landi, sjá síðasta pistil um bók er fjallar um sama atburð. Nánast engir frægir leikarar leika í myndinni, Skjoldbjærg kaus heldur að fá fólk sem líktist upprunalegum persónum. Þannig leikur Morten Håland, tvíburabróðir eins lögregluþjónsins sem kom á vettvang, bróður sinn í myndinni og má nálgast ágætt viðtal Aftenposten við Morten hér. Tov Sletta sem leikur höfuðpaurinn David Toska er einnig sláandi líkur honum. Svo sáum við reyndar einn sem er alveg eins og Siggi Hlö að bíða eftir strætó hérna um daginn svo Noregur er kannski bara tvífaralandið.
Við ætlum að bregða okkur í kvikmyndahús annað kvöld og sjá stykkið. Bíóið er rétt um 300 metra frá ránsstaðnum en Norsk kontantservice er reyndar flutt núna og þarna er í dag útibú DNB-bankans sem nokkrir af NOKAS-ræningjunum rændu reyndar í Ósló nokkrum árum áður.