Sprakk í tætlur í líkbrennsluofni

Gengið var út frá þessu sem sjálfsagðri skýringu þar til kom að útför mannsins en hans hinsta ósk hafði verið að jarðneskar leifar hans yrðu brenndar. Ekki hafði líkið þó verið lengi í brennsluofninum þegar ofninn sprakk í tætlur að viðstöddum steini lostnum ættingjum Diange sem máttu teljast stálheppnir að verða ekki fyrir málm- og múrbrotum sem þeyttust í allar áttir.

Þegar viðstaddir höfðu komist yfir mesta áfallið var farið að rannsaka málið og fundust þá ýmsir torkennilegir hlutir á vettvangi sem augljóslega voru ekki úr ofninum. Með fulltingi sérfræðinga fékkst að lokum sú niðurstaða að Wang Diange lést þegar eldflaug sem innihélt silfurjoðíð lenti á húsi hans og ein sprengihleðslan úr flauginni endaði inni í líkama hans og sprakk við líkbrennsluna en eldflaugar af þessari gerð eru notaðar til að breyta hagléli í regn til að vernda tóbaksakra. Er of langsótt að segja að Diange hafi látist af völdum tóbaks?

Athugasemdir

athugasemdir