Skelfing á Wall Street

wall streetJón Emil Claessen Guðbrandsson, frændi minn og skólabróðir úr MR frá því fyrir 22 árum (þekktur þar sem Jemmi), birtir þessa mynd á Facebook-síðu sinni fyrir rúmum hálftíma og skrifar Panic on Wall Street undir. Hann er tölvugúrú hjá einhverju fyrirtæki á Wall Street og sendir myndina úr símanum sínum. Þetta er sláandi þótt nánast ekkert komi manni orðið úr jafnvægi eftir atburði í heiminum síðustu fimm ár. Er allt að hrynja á ný þegar uppbygging eftir síðasta hrun er ekki einu sinni hafin? Mér er spurn. ‘Þetta er kollrak!’ eins og Hnallþóra sagði í Kristnihaldi undir jökli. (MYND: Minnir eiginlega á málverk af einhverjum sögulegum viðburði./Jón Emil Claessen Guðbrandsson.)

Athugasemdir

athugasemdir