Stefán Hallgrímsson – in memoriam

Sólríkan mánudagsmorgun um miðjan maí 1992 stóð renglulegt síðhært unglingskvikindi við Hafnarfjarðarveg í Garðabæ og beið eftir að vera sótt. Þetta var ég að hefja það fyrsta af því sem að lokum urðu fjögur sumur í byggingarvinnu hjá Ístak hf. Von bráðar renndi lúin Lada, með nafni fyrirtækisins áletruðu, upp að mér og staðnæmdist. Undir […]

Continue Reading

Sumarfrí 2014

Ég get ekki skorast undan mínum árlega sumarfríspistli þótt hann hafi fram að þessu aldrei beinlínis fjallað um neitt af viti. Næst þegar ég skrifa eitthvað hér verð ég sennilega annaðhvort í meðferð eða búinn að plögga mér við detox-vélina hennar Söndru Lárusdóttur Garðabæjarvinkonu, slíkur verður ólifnaður næstu vikna. Þó er brotið blað í sögu […]

Continue Reading

Hér hefði átt að vera ferðasaga…

…en ekkert varð því miður úr göngunni á fjallið Kjerag fyrir sumarfrí. Fyrst vorum við ekki nógu sátt með veður og helgina eftir það vorum við á vakt. Enn á ný rennur þessi sérstaki, og að sumu leyti heillandi, tími upp þegar norskt samfélag leggst í dvala í því sem hér er kallað fellesferien og mætti ef til […]

Continue Reading

Stólförin II – hefndin

Varla er hægt annað en að setja hérna stutta ferðasögu þessarar skemmtilegu hvítasunnuhelgar, þó ekki sé nema til að fylgja eftir ferðasögunni frá 2010 þar sem ég hef einmitt skrifað að nú sé ég tilneyddur að endurtaka förina, þó ekki sé nema til að ná viðurkenndum myndum af dýrðinni. (MYND: Að komast frá A til […]

Continue Reading

Reykingar, drykkja og 26. maí

Fyrirtækiseigandi nokkur hérna uppi í Ålgård gaf það út í síðustu viku að hann hygðist gefa reyklausum starfsmönnum sínum eina viku aukalega í sumarfrí, hafði reiknað það út að reykingafólk (á hans vinnustað að minnsta kosti) notaði samtals þrjár vikur á ári af vinnutímanum í reykingapásur og taldi óhætt að verðlauna þá sem ekki reyktu […]

Continue Reading

Langt fram á horfinni öld

Hún var kannski stutt, sólarhringsheimsóknin mín til Íslands um helgina, en engu að síður fullkomlega þess virði að leggja á sig miðað við tilefnið. Eins og varla hefur farið fram hjá þeim sem tengjast mér á Facebook hittist árgangurinn minn úr Garðaskóla á laugardaginn og minntist þess að í vor eru 25 ár liðin síðan […]

Continue Reading

Fyrirspurn um endurgreiðslu flugmiða og bótaskyldu Icelandair að öðru leyti

(sent á netfangið athugasemdir@icelandair.is kl. 12:40 í dag að norskum tíma) Góðan daginn Við hjónin búum í Stavanger og erum á leið í helgarferð til Íslands núna um helgina, fljúgum þangað með SAS og eigum far til baka með Icelandair, flugi FI-338, á sunnudag. Sama flug féll niður sunnudaginn 11. maí vegna aðgerða flugmanna félagsins […]

Continue Reading

Tónleikasumarið 2004 – nostalgískir órar

Mér varð hugsað til þess í fyrradag að þá, 5. maí, voru 10 ár liðin síðan ég sá þýsku snillingana í Kraftwerk í Kaplakrika vorið 2004. Þessir tónleikar mörkuðu upphaf gríðarlegrar tónlistarveislu komandi sumars sem að miklu leyti var í boði þess að bandaríkjadalur kostaði á bilinu 68 – 71 krónu á útmánuðum ársins og þurfti […]

Continue Reading

Ærinn hafa þeir klækiskap

Liðin helgi var ekkert minna en stórkostleg. YR bakkaði reyndar aðeins með veðurspána sem fjallað var um í síðasta pistli en nýja spáin, sem gerði ráð fyrir hálfskýjuðu, rættist hins vegar ekki og Stavanger og nágrenni var hrein steikarpanna alla helgina. Ég er skaðbrunninn út um allt og lít eiginlega út eins og illa steikt […]

Continue Reading

Logn var veðurs

Fyrirsögn þessa pistils er eina veðurlýsingin sem Snorri gamli splæsti í Heimskringlu og er hana að finna í Ólafs sögu helga. Nú tipla ég á tánum um vefsetur norsku veðurstofunnar og vona að glæsileg helgarspá gangi eftir í einu og öllu, til mikils er að vinna, fertugsafmæli í miðbæ Stavanger en fáir staðir bjóða upp […]

Continue Reading