Það sem er merkilegt við blókina er að séu vissir hlutar hennar étnir valda efnasambönd í þeim heiftarlegum ofskynjunum fyrir þann sem nærist á dýrinu og geta þær jafnvel staðið dögum saman. Árið 2006 voru tveir eldri menn í Frakklandi vistaðir á sjúkrahúsi í skyndingu eftir að hafa lagt sér blók til munns og sætti annar þeirra heiftarlegum ofskynjunum í þrjá sólarhringa.
Þetta gildir þó aðeins um höfuð fisksins og örfáa aðra hluta hans en blókin er vinsæll fiskréttur á ýmsum ferðamannastöðum við Miðjarðarhafið. Menn þurfa bara að standa klárir á því hvað má borða og hvað ekki af fiskinum.