…stólpípan og krossinn, hafa nú einhverjir haldið að ég ætlaði að botna þessa fyrirsögn en það er misskilningur. Hins vegar eru það Garðabær og Reykjavík sem mætast á vígvelli Útsvars Ríkisútvarpsins í kvöld og berjast til úrslita. Þetta hreyfir heldur betur við mínu garðbæska hjarta og er spennan þegar að verða óbærileg enda er ég búinn að drekka margfalt meira kaffi en hollt getur talist síðan klukkan 10 í morgun. (MYND: Garðakirkja. Kirkjan.is)
Ég ætla að leyfa mér að heita á Garðakirkju í von um sigur míns gamla heimabæjar. Frá því segir í fornum og nýjum sögum að Strandakirkja í Selvogi þyki vinsæl til áheita og hafa sjófarendur og fleiri heitið mjög á hana í nauðum. Fyrir vikið hefur kirkjan, sem reyndar er endurbyggð árið 1888 á grunni eldri Strandakirkju sem eyddist af sandfoki fyrir 300 árum, orðið ein af auðugri kirkjum landsins.
Garðakirkja getur varla talist verri kirkja til áheita, enda fermdist ég í henni fyrir 22 árum, og heiti ég nú 5.000 krónum (íslenskum nota bene) á Garðakirkju til sigurs liðs Garðabæjar í úrslitunum í kvöld. Og hneit þar!