Nú árið er liðið…

tiu arÍ dag er eitt ár síðan við fluttum til Noregs þriðjudaginn 11. maí 2010. Margt vatn hefur runnið til sjávar þetta ár þótt ótrúlega stutt virðist síðan við vorum að bera búslóðina út í gám í Mosfellsbænum, keyra í tímaþröng milli stofnana í Reykjavík að ganga frá pappírum, kveðja vini og ættingja og síðast en ekki síst liggja á bæn um hvort flogið yrði frá Keflavík brottfarardaginn vegna eldgoss í Eyjafjallajökli. Þetta síðasta rétt slapp fyrir horn.
gatanii
Margt höfum við lært þetta ár sem liðið er. Fyrsta stopp eftir að við komum út úr flugvélinni í maí í fyrra var á skattstofunni þar sem við sóttum um lögheimilisflutning, kennitölu og skattkort. Svo tók við frekara nám, svo sem að læra á strætisvagnakerfið, átta okkur á því að við bjuggum í raun úti í rassgati (þá) og öðlast skilning á framburðarmállýskunni stavangersk. Af þrennu illu var strætisvagnakerfið skárst en samt engin hátíð. Þremur vikum seinna hófst svo þátttaka okkar á vinnumarkaði sem hefur verið athyglisverð reynsla æ síðan. (MYND: Fyrsta íbúðin okkar, Beverstien 8 í Forus.)
oydun
Við fögnum þessum tímamótum í dag og gerum ráð fyrir að dvelja hér mörg ár til viðbótar, að minnsta kosti miðað við stöðu mála á Íslandi sem okkur þykir ekki spennandi frá sjónarhóli fólks sem vill gjarnan vera á vinnumarkaði í stað þess að þiggja bætur frá Vinnumálastofnun. (MYND: Fyrsti róninn sem við kynntumst, Øydun. Toppmaður.)

Engu að síður hlökkum við mikið til að koma til gamla landsins í sumarfrí í lok júní, römm er sú taug er rekka föðurtúna dregur til, eins og þar segir.
ocii
Ekki er hægt að láta þess ógetið að Kristín Ingimundardóttir frá Hala í Rangárvallasýslu, amma hennar Rósu, var fædd 11. maí 1916. Þetta er því mikil dagsetning í okkar registri. (MYND: Útsýnið af svölunum þar sem við búum núna við Overlege Cappelensgate.)

Athugasemdir

athugasemdir