Netsamband og einræðisherrar

netsambandNetsambandið er komið í lag. Þökk sé enn einu sinni Ríkharði Brynjólfssyni hjá Miðneti sem hýsir þessa aumu síðu mína. Mikið hef ég saknað þ og ð en minna hef ég saknað íslenskra stjórnvalda.

Það hefur verið hreint ævintýri að sitja hér við tölvuskjáinn og fylgjast með mótmælum á The Killing Fields eins og Austurvöllur verður án efa réttilega endurnefndur fljótlega. Það er ekki mjög langt í það að íslenskur ráðherra verði slasaður eða hreinlega tekinn af lífi eins og staðan er orðin. Nú flykkjast hinir bráðum heimilislausu – the ghost of christmas to be eins og Dickens hefði orðað það – niður á Austurvöll og veita hvort tveggja málefnaleg viðtöl við fjölmiðla og lítinn frið landsherrunum tungulipru sem neyðast til að fara til og frá vinnu í lögreglufylgd.

Tvennt eiga Jóhanna Sigurðardóttir og Hu Jintao Kínaforseti sameiginlegt – þau kunna að halda þjóðum sínum í járngreipum kúgunar, einveldis og lyga. Eins eiga þau sameiginlegt að afvegaleiða fjölmiðla frá lýðfrjálsum ríkjum, Jintao veitir ekki viðtöl og silfurrefurinn talar ekki ensku. Ég veit ekki hvort er verra.

Eins var magnað að heyra Bjarna Benediktsson lýsa því yfir í sjónvarpsviðtali að mótmælin beindust nú eingöngu gegn stjórnarflokkunum – á meðan lögreglan fylgdi honum út í bíl undir hrópum æstra mótmælenda. Svei mér ef ég hefði ekki viljað vera á Íslandi eina kvöldstund bara til að standa á Austurvelli og segja hingað og ekki lengra.

Athugasemdir

athugasemdir