MA í Bítlunum – gerðu betur

Mike Brocken er einn kennaranna í nýja bítlanáminu. Hann segir að yfir 8.000 bækur hafi verið ritaðar um hljómsveitina en þrátt fyrir það hafi aldrei verið búin til akademísk fræðigrein í kringum hana sem ætti í raun að þykja sjálfsögð kurteisi.

Nú, þegar 40 ár séu liðin frá því að Bítlarnir hættu, sé tímabært að fara að kenna þá á skólabekk. Brocken segir fyrirspurnir um námið streyma til skólans hvaðanæva og búast megi við að færri komist að en vilja. Hvað ætli nemendurnir segi þá við kennara sína fyrir prófin, don’t pass me…by?

Athugasemdir

athugasemdir