Lýst er eftir einum já-manni

rtlHollenska sjónvarpsstöðin RTL hefur farið þess á leit við mig að finna handa sér einn viðmælanda sem hyggst greiða já-atkvæði í þjóðaratkvæðagreiðslunni á laugardaginn – fari hún fram á annað borð. Ég tek fram að RTL mun einnig ræða við fólk sem ætlar að greiða nei atkvæði. Nóg er hins vegar af viðmælendum þeim megin. Grunnhæfisskilyrði er að viðkomandi geti gert grein fyrir atkvæði sínu á tiltölulega málefnalegan hátt á ensku eða hollensku. Sjónvarpskonan heitir Hella Hueck og er hin þægilegasta í umgengni, ungur lögfræðingur sem ákvað að helga líf sitt sannleikanum og gerast fréttakona. Ég hef sjálfur verið viðmælandi hennar. Áhugasamir mega senda mér póst á atli@atlisteinn.is.

Athugasemdir

athugasemdir