Kurteisi á brennivínsumbúðum

Umbætur ráðuneytisins felast í því að bæta orðunum gjörið svo vel, eða please á ensku, við orðsendingar á áfengisflöskum og -dósum sem hvetja neytandann til að drekka eins og manneskja. Sem dæmi má nefna stutt skilaboð á borð við drekktu skynsamlega og ekki aka undir áhrifum. Í ráðuneytinu hafa menn tekið þá afstöðu að framsetning skilaboðanna sé með þeim hætti að verið sé að hasta á neytendur og skipa þeim fyrir. Þetta sé engin hemja í siðuðu vestrænu samfélagi þar sem virðing fyrir manneskjunni og réttindum hennar sé í hávegum höfð.

Sitt sýnist þó hverjum því samtök áfengisframleiðenda og bareigenda ráku upp ramakvein þegar þau fengu veður af þessari nýju kurteisi og benda nú sem óðast á að orðalagið sé niðurnjörvað í lögum og reglugerðum sem þeir brjóti þá með því að fara að biðja drykkjumenn að gjöra svo vel og haga drykkju sinni svona eða hinsegin.

Þegar falast var eftir áliti skuggaráðherra heilbrigðismála sagði hann ríkisstjórnina vaða reyk ef hún teldi sig geta leyst drykkjuvanda þjóðarinnar með kurteislegri beiðni á umbúðum. Samkvæmt hagstofunni ættu 10 milljónir Breta við alvarlegan áfengisvanda að stríða og það myndi engu breyta að biðja þá að gjöra svo vel að drekka eins og fólk.

Athugasemdir

athugasemdir