Jungle Drum rokkar feitt

emilanaHinir og þessir listamenn skemmta sér augljóslega vel yfir jólasmelli Emilíönu Torrini frá því í fyrra, Jungle Drum. Þýsk dauðarokksveit sem ég hafði ekki heyrt um áður, Nero’s Revenge, gerir laginu svakaleg skil sem njóta má hér. Þetta eru dúndurþéttir náungar sem minna mig helst á John Tardy og félaga í gömlu góðu Obituary. Hérna má svo sjá annan náunga sem einnig finnur skemmtilega nálgun á lagið. Ég játa að maður var farinn að raula með upprunalega laginu undir lokin í desember 2008 en ég hefði botnað bílútvarpið við að heyra ferskleikann hjá Nero’s Revenge. Angela Merkel á fleiri tromp í erminni en Rammstein og Kraftwerk. Bara jákvætt.

Athugasemdir

athugasemdir