Jólarauðvínið á góðu róli

sykurNú eru hlutirnir að gerast hér í Mosbruggi ehf. Sykurmæling eftir fyrri gerjun lagnarinnar er akkúrat fullkomin, 00. Þetta þýðir að fyrri fleyting fer fram með viðhöfn á meðan ég hlusta á Reykjavík síðdegis núna á eftir. Fari allt að óskum verður þetta sælgæti klárt rétt fyrir Þorláksmessu og ég neita því ekki að ég hlakka til að taka jómfrúarsopann, einkum með tilliti til þess hvað síðasta lögn tókst fullkomlega (hún átti að vera jólarauðvínið en kláraðist



óvart



í október). (MYND: Sykurmæling kl. 14:43 í dag. Niðurstaða fullkomin = 00.)

Fyrir þá sem kunna að meta hina fínþráðóttari vefi víngerðarlistar er jólarauðvínið mitt í ár Chai Maison cabernet sauvignon frá Ámunni. Þykknið kostar 10.990 kr. og gefur ca. 23 lítra af 13 prósent eðalvökva. Þetta er nokkuð hagstæðara lítraverð en í ríkinu, tæpar 478 krónur lítrinn (til samanburðar kosta 750 ml af ódýrasta rauðvíninu í ríkinu 1.299 kr.).

Athugasemdir

athugasemdir