Já sæll! – John Cusack Íslands er flugumferðarstjóri

cusackÉg hélt að ég hefði fundið mesta tvífara Íslandssögunnar þegar ég uppgötvaði óvænt á nóvembermorgni árið 2008 að Óskar Bergsson og Willem Dafoe myndu ruglast hvor á öðrum í spegli sbr. þessa frétt.

Þegar ég hins vegar horfði á þessa frétt Stöðvar 2 í kvöld komst ég hins vegar að því að búið er að slá þá félaga út svo um munar. Í ljós er leitt að við Íslendingar eigum okkar eigin John Cusack og ekki nóg með það heldur er kallinn flugumferðarstjóri hér á skerinu. Horfið á annað myndskeiðið frá fundinum eftir að fréttin byrjar og mig langar að heyra í þeim sem er ekki sammála mér. Helst vildi ég heyra frá þessum íslenska Cusack sjálfum. Veit maðurinn af þessu?

Athugasemdir

athugasemdir