I love the smell of napalm in the morning […] smells like…victory

apocalypse‘Best dollar eighty I ever spent!’ er lína sem ég minnist úr Young Guns II frá því á síðustu öld. Ég verð að taka undir þetta eftir Útsvarið í kvöld þótt upphæðin sé önnur. Ég legg glaður 5.000 krónur í sjóði Garðakirkju eftir 93-41 burst minna manna. Þetta var alveg magnað sjónarspil fyrir utan kannski að hvorugt liðið áttaði sig á afrísku borginni Mafeking og uppruna skátahreyfingarinnar þar. Skýrt dæmi um afleiðingar þess að lesa ekki bókina Drengirnir frá Mafeking eftir Baden Powell sem segir einmitt frá Búastríðinu í Afríku og fyrstu skátunum. Skiptir ekki öllu. (MYND: Robert Duvall í ógleymanlegu hlutverki sínu sem Lt.Col. Bill Kilgore í Apocalypse Now frá 1979. Fyrirsögn fengin að láni frá persónu hans.)

Nú er spurningin hvort Garðakirkja sé til í að geyma ávísun fyrir mig til mánaðamóta…

Athugasemdir

athugasemdir