Hátíðarkveðja

PlankastrekkjarinnAtlisteinn.is óskar Íslendingum til sjávar og sveita gleðilegra jóla og farsæls komandi árs með kærri þökk fyrir árið sem senn er á enda og öll hin sem löngu eru á enda.

„Lengra komumst við nú ekki að þessu sinni…“ eins og sagði í hinni rómuðu plankastrekkjaraauglýsingu BYKO sem mín kynslóð minnist líklega til æviloka við áramót ásamt Pillsbury Best, ameríska vítamínbætta hveitinu með vörumerkinu XXXX („Merkið tryggir gæðin…“).

Vonandi hafa flestir það gott yfir hátíðirnar og belgja sig út af reyktu kjöti, konfekti og óhollustu („Þá verður sko belgt sig út af pizzum og bjór!“ eins og einu sinni stóð á auglýsingaplakati íslenskunema við HÍ þegar ég var þar en er þó saklaus af).

Gleðilega hátíð.

Athugasemdir

athugasemdir