Gullvagninn og fleiri raunir flugvirkja

flugvelaklosettÉg er almennt ekki hrifinn af verkföllum sem vopni í kjarabaráttu en verð þó að játa að ég held með flugvirkjum í deilu þeirra. Þekkjandi nokkra flugvirkja veit ég að þetta er hörkuvinna. Hryllilegar sögur ganga af þeirri áþján nýliða í greininni að sjá um gullvagninn svokallaða en það mun vera salernisforðageymsla farþegaflugvéla svo reynt sé að lýsa gripnum þokkalega pent. Gullvagninn þarf að tæma eftir kúnstarinnar reglum og það er hlutskipti nýrra manna í faginu. Er það furða að þeir vilji fá greitt fyrir það?!? (MYND: Komdu með gullvagninn að sækja mig…núna!)

Það er því töluverð mannvonska af Möller að skella lögum á kappana og skora ég á þing landsins að fella frumvarpið. Ekki það að þingmenn hlusti á þá sem komu þeim á þing, það virðist vera eitthvað í vatninu þarna við Austurvöll sem stuðlar að gleymsku alls eftir að stigið er inn fyrir þröskuldinn – einkum kosningaloforða og fagurra gilda.

Athugasemdir

athugasemdir