Geta börn lokað?

sklmldÉg er að hlusta á nýjasta afsprengi íslensku víkingarokksveitarinnar Skálmaldar sem ber nafnið Börn Loka. Í fljótu bragði gefur hún fyrri plötu þeirra, Baldri, frá 2010 ekki millimetra eftir, vönduð spilamennska, góður þungmálmur og helmeitlaðir íslenskir textar.

Þeim, sem vita ekkert hvað ég er að tala um, er bent á valin verk af plötunni Baldur, sérstaklega þetta hér sem á sér ógurlegt myndband við hlið góðra tóna og þungra.

Mér finnst Skálmöld hafa stimplað sig rækilega inn á evrópskan þungarokksmarkað, ekki síst með þeirri menningarlegu viðbót sem þeir bjóða upp á í formi Eddufræða og norrænna goðsagna. Þetta er einfaldlega flott og hnitmiðuð hljómsveit að norðan og gaman að sjá vitræn viðtöl á borð við þetta sem Ríkisútvarpið tók við þá félaga þegar Baldur kom út (Kastljós, 18. febrúar 2011, RÚV á höfundarrétt).

Ekki margir þungarokkshöfundar eiga sér eins meitlaðan boðskap og Skálmöld. Death kemst nálægt þeim með Chuck heitinn Schuldiner í fararbroddi og svo get ég ekki afneitað System of a Down sem eru hreinir rithöfundar. En gott hjá ykkur Norðlendingar í Skálmöld og ég held að ég mæli fyrir munn flestra þungarokksaðdáenda þegar ég bið um meira af þessum bókmenntum.

Athugasemdir

athugasemdir