Fyrsti sopinn

Þetta myndband sýnir fallega stund. Þarna tek ég fyrsta sopann af áfengum miði eftir að hafa migið ryki í tvo mánuði, 1. janúar til 1. mars 2009. Upptakan er frá því klukkan 00:01 1. mars. Ég stunda það að gerast frábitinn nautn áfengra drykkja frá því að ég legg frá mér tómt glas að morgni 1. janúar ár hvert og þar til þess er 1. dagur marsmánaðar rennur bjartur og fagur. Þegar etanólið blessað seytlar um háræðakerfið eftir átta þurrar vikur verður þessi þurra píslarganga öll þess virði. Ég skora á alla að reyna þessa dásamlegu hreinsun og alsæluna þegar henni lýkur.

Athugasemdir

athugasemdir