Forvitnileg Íslandsheimsókn New York Times

nytimesFull ástæða er til að vekja athygli á stórkostlegri Íslandsrýni Jake Halpern hjá New York Times sem lesa má hér. Mbl.is fjallaði um skrif hans núna á föstudaginn og ég sat alveg dolfallinn yfir þessari grein frá a til ö. Lýsingin á Guðfinni Halldórssyni bílasala er sennilega ein hrikalegasta mannlýsing síðan Gunnari á Hlíðarenda var lýst í Njálu og er svo:

Ask for the owner of this establishment, who is a short, 61-year-old man with extremely thick glasses named Gudfinnur S. Halldorsson — he goes by the name Guffi…

Jake ræðir við ýmsa þekkta og minna þekkta Íslendinga í greininni og vinnur heimavinnuna sína vel, mætir meðal annars á þorrablót á Múlakaffi og raðar þar í sig pungum og hákarli í félagi við sjálfan Hjalta Úrsus Árnason. Jón Gnarr er einnig meðal viðmælenda Halpern og er kynntur til sögunnar með þessum orðum:

One candidate was a comedian named Jon Gnarr, whose credentials included a stint on the radio in which he made prank calls to the White House, the C.I.A. and various police stations in the Bronx in search of his lost wallet.

Greinin öll er stórkostlegt dæmi um gests augað glögga og ber því enn fremur órækt vitni hve illa útlendingum gengur að skilja bankahrunið…og aðdraganda þess kannski ekki síður. Frábær lesning í byrjun vikunnar að mínum dómi. atlisteinn.is mælir með.

Athugasemdir

athugasemdir