Euroshopper er klósettið þessa viku

p2190149

Kreppa og allt það en er þetta ekki frekar ódýr leið til að spara? Það leggst hér með við drengskap atlisteinn.is að þessi pakkning af marsípanbrauðum var keypt í þessu ástandi og myndin er ekki sviðsett.

Ekki það að ég eigi að vera að kaupa slíkt þar sem ég er í megrun eftir að hafa slegið öll met í offitu síðastliðin jól en þá sjaldan maður lyftir sér upp myndi ég þiggja öll sex stykkin. Maður sér fyrir sér óprúttna aðila við færibandið hjá framleiðandanum að búa til sjöttu hverja pakkningu ‘frítt’ fyrir fyrirtækið. Nett hagfræði á bak við þetta ef maður spáir í það.

Athugasemdir

athugasemdir