Ertu alveg 404?

Talan er fengin úr villukóðanum sem birtist á tölvuskjá þegar vefsíða sem leitað er að finnst ekki. Þá stendur einfaldlega 404 error eða villa 404. Það er sem sagt verið að gefa í skyn að það vanti nokkrar blaðsíður í þann sem um er rætt.

Orðabókahöfundurinn Jonathon Green segir að þarna verki saman nútímatæknin, atburðir í heiminum og frjór hugur ungu kynslóðarinnar sem oft hefur leiðandi áhrif á tungumálið. Sá sem er 35 er blankur en sá sem er 11 er hreinlega útrunninn. Þetta tengist boðum sem birtast á skjám kortalesara í almenningssamgöngukerfi Lundúnaborgar. Þar þýðir 35 sem sagt að inneign sé ekki fyrir hendi og 11 táknar að kortið sé útrunnið. Þannig að ef einhver segir þér í jólaboðinu að sparifötin þín séu dálítið 11 geturðu bent honum kurteislega á að skynbragð hans á tísku sé hreinlega 404.

Athugasemdir

athugasemdir