Eftir að hafa horft á hina hroðalegu spennumynd Ríkisútvarpsins, Hamarinn, tvo sunnudaga í röð veit ég ekki úr hverju ég ætti frekar að deyja; leiðindum eða hugmyndaþurrð. Í fyrsta lagi eru öll samtöl í þáttunum svo illa skrifuð að hvaða ófermt barn sem er skynjar að hvorki samstarfsfólk í löggæslu né nokkurri annarri starfsgrein myndi ræða saman á svona loftkenndum nótum (kannski Alþingi myndi ná þessu en jafnvel eftir að hafa hlustað á jómfrúarræðu hæstvirsts varaþingmanns Samfylkingarinnar frá því í apríl í fyrra sem sjá má hér er mér það hreinlega til efs að handrit Hamarsins hafi verið slegið út). (MYND: Hamarganga þeirra félaga í Pink Floyd úr kvikmyndinni The Wall sem RÚV væri hollara að taka til sýningar frekar en Hamarinn.)
Áhrifamiklar þagnir þóttu einu sinni skrautfjöðrin í hatta allra leikstjóra og handritshöfunda en þegar þögnin er farin að verða svo vandræðaleg að rjúfa þarf hana með hringingu farsíma er flestu eðlilegu fólki nóg boðið. Einkum þegar símtalið er ekki dýpra en