Ambögur hjá Egó

egÚtvarpshlustendur hafa vart farið varhluta af laginu



Engill ræður för



sem Bubbi og félagar í Egó sendu frá sér nýverið og rauk þegar í 5. sæti vinsældarlista Bylgjunnar. Bara í dag held ég að ég sé búinn að hlýða á þetta verk þrisvar sinnum í bílútvarpinu hjá mér. Það er ekkert að laginu, svo sem ekki alveg sá þéttleiki sem verið hefur vörumerki Egó hingað til en hins vegar er eina alvarlega brotalöm að finna í textanum. (MYND: Toppsveit en þarf að láta prófarkalesa textana.)

Þar syngur Bubbi af krafti orðin



Mig kennir til



sem er skelfileg ambaga þar sem rétt orðalag væri



Ég kenni til“.



Sögnin að kenna (til) er ekki ópersónuleg sem gerir það að verkum að frumlagið í setningunni á að standa í nefnifalli og vera



Ég“.

Reyndar er ekki um frumlag að ræða ef fallið er ekki nefnifall heldur svokallað frumlagsígildi, sbr. setninguna



Mér finnst…“.



Egó er dúndursveit og ætti að sjá sóma sinn í því að breyta texta lagsins með þessar ábendingar í huga. Annað væri algjör BOMBA fyrir íslenskan tónlistarmarkað –



B-O-B-A!



Athugasemdir

athugasemdir