Af hverju að blanda oftar?

gtÉg hef gert þá mikilvægu uppgötvun að það er í raun alveg út í hött að sóa dýrmætum drykkjutíma í að blanda oftar í glös. Þess vegna hef ég tekið upp hálfs lítra gin & tónik-glasið sem styðst við sömu hugmyndafræði og Mikligarður hér áður fyrr…meira fyrir minna.

Það er bölvuð og úrelt hugmyndafræði að sóa meira en þremur prósentum virks drykkjutíma í að blanda drykki þegar maður getur eytt mun meiri tíma í að drekka þá. Auk þess er þetta sjónarmið í fullkomnu samræmi við umhverfisstefnu atlisteinn.is. Þannig sparast að jafnaði 13,6 sítrónusneiðar á sólarhring við að nota meiri glös en minni og þegar upp er staðið græða allir, ginframleiðendur, sítrónubændur og neytendur.

Hugsaðu stórt – blandaðu stórt – vertu stór! -atlisteinn.is – á þínum vegum í páskadrykkjunni!

Athugasemdir

athugasemdir