Æææ…seif

statisticsNýi Icesave-samningurinn er aldeilis traustvekjandi, nákvæmlega eins og sá síðasti en með örlítið lægri vöxtum sem skiptir nákvæmlega engu máli. Þarna fer fólk sem hefur klárlega lesið hið ágæta rit How to Lie with Statistics og dregið lærdóm af. Ég er þegar farinn að fá fyrirspurnir frá hollenskum fjölmiðlum um hvað Íslendingum finnist um þetta. Ég svaraði þeim síðasta að ég hefði ekki hugmynd um það. Þá vildi hann fara að tala um Wikileaks. Ég spurði hann þá hvað hann ætti í bekkpressu sem hann reyndist aldrei hafa prófað. Hvað meina hollenskir fréttamenn með því að lyfta ekki???

Ég fékk mér hvítvínsglas með Gesti Ben Guðmundssyni, hérbúsettum vini mínum og fyrrum Landsbankamanni, eftir æfingu í kvöld. Gestur er talnaglöggur náungi og var enda lengi bankamaður. Hann benti mér á að ef reiknaðar væru yfir í gull þær upphæðir, sem Þjóðverjar þurftu að greiða í stríðsskaðabætur eftir síðari heimsstyrjöldina annars vegar og þær upphæðir sem Íslendingar skulda vegna Icesave hins vegar, næmi upphæðin 700 grömmum af gulli fyrir Þjóðverja en einu og hálfu kílógrammi fyrir Íslendinga miðað við hvern íbúa þessara landa. Er það gott eða slæmt?

Athugasemdir

athugasemdir