Þjóðaratkvæði um Icesave

defenceatlisteinn.is skorar á alla lesendur síðunnar, og reyndar landsmenn til sjávar og sveita yfirleitt, að láta undirskrift sína í té á heimasíðu In Defence-hópsins (smella hér) og skora þar með á forseta lýðveldisins að synja Icesave-lögunum staðfestingar og leggja ákvörðunina um brautargengi laganna í hendur þjóðar sem aldrei fær að hafa neitt að segja um nokkurn skapaðan hlut.

Það eru orðin rúm fimm ár síðan þjóðhöfðinginn synjaði lagafrumvarpi samþykkis síðast, í júní 2004, og alveg kominn tími á nýja synjun. Reyndar var fjölmiðlafrumvarpsmálið hlægilega léttvægt í samanburði við það sem nú liggur fyrir. Góðir Íslendingar, látum ekki nokkra brjálaða menn í Landsbankanum steypa allri þjóðinni í hyldýpi þúsund milljarða skuldar. Að minnsta kosti ekki baráttulaust!

Athugasemdir

athugasemdir