Súdanar taka til við að brugga mjöð

Nú hefur bjórframleiðandinn SABMiller náð að skjóta rótum í Juba, höfuðborg Suður-Súdans, og tekið til við að brugga þar áfengan mjöð til að gleðja hjartað. Þetta er í takt við þróunina í Juba eftir að stríðinu lauk en þar hafa barir og veitingahús sprottið upp eins og gorkúlur og yfirbragð borgarinnar orðið æ vestrænna.

Norðanmegin fylgjast íslömsku nágrannarnir með í dimmri þögn en þar ríkja sharia-lögin sem byggð eru á Kóraninum og banna alla nautn áfengra drykkja. Miklar vonir eru bundnar við bjórframleiðsluna í Juba, þróun er lykilatriði til að koma í veg fyrir átök, segir Ian-Alsworth-Elvey, framkvæmdastjóri brugghússins, og fær sér einn ískaldan í sólinni.

Athugasemdir

athugasemdir