Skeggræður

skeggJæja, við erum flutt og langt komin með að ganga frá búslóðinni. Ég ákvað að fjarlægja 80 prósent af skeggi mínu í anda Haralds hárfagra þótt ekki hafi ég enn náð að sameina Noreg eins og hann gerði á sínum tíma (jæja pabbi, nú geturðu hætt að væla yfir hár- og skeggvexti sonar þíns!). Margt annað sögulegt hefur einnig átt sér stað hér, á föstudaginn komu feðgarnir Elli til dæmis í heimsókn og settu upp megnið af bókaskápnum. Gekk það nánast áfallalaust eins og sést á meðfylgjandi myndum. (MYND: Nýja skeggklippingin og annar viðbjóður.)

Í gær (laugardag) varð svo önnur skemmtileg uppákoma þegar Ívar Már Magnússon, gamall drykkjufélagi og samstarfsmaður frá Securitas, hringdi í mig og bauð mér í heimsókn til hinnar fögru sænsku Málmeyjar. Þetta boð munum við þekkjast þegar í september. Við Ívar drukkum endalaust magn brennivíns saman árin 1992 – 1998 ásamt öðrum perluvinum okkar og man hvorugur okkar neitt frá þeim tíma nema hvað að við vorum flottastir. Vituð ér enn eða hvat?
skapur
Næstu daga eru væntanlegar myndir af íbúðinni okkar fullbúinni og svo verður haldið hér djöfullegt innflutningspartý laugardaginn 11. september næstkomandi og eru allir þeir, sem læsir eru á íslenska tungu og kunna að drekka íslenskt og norskt brennivín, boðnir hjartanlega velkomnir. (MYND: Feðgarnir Elli á kafi í bókaskápnum, ólafsvískt handbragð eins og það gerist best.)

‘Ráðumk þér Loddfáfnir,’ eins og segir í Hávamálum þeim er kveðin voru Háva höllu í. Heill sá er kvað! Heill sá er kann! Njóti sá er nam! Heilir þeir er hlýddu! Ég lýk þessum pistli á fögrum orðum Kára bróður míns sem giftir sig í næstu viku og eignast svo afkvæmi í framhaldinu: Þú veist að þú þarft svo að drekka fyrir tvo næstu vikurnar og mánuðina þar sem
að mikið þurrktímabil er nú gengið í garð hjá mér bööö.. Ætli ég eigi ekki
eftir að enda á geðlyfjum þegar sálin kemst ekki lengur í reglulega
áfengis-stólpípu.. Well what the hell, mun taka harðar á því í ræktinni í
staðinn.

That’s my brother!

Athugasemdir

athugasemdir