Ný höfuðborg landsins?

alftanesÁlftnesingar funda nú stíft um málefni sveitarfélagsins eins og fram kom í kvöldfréttum. Einn viðmælandi fréttastofu Ríkisútvarpsins sagðist helst myndu vilja sameinast Reykjavík en láta næstu nágrannana, Garðabæ og Hafnarfjörð, lönd og leið. Spurning um nafn á nýja sveitarfélagið ef þessi draumur, um Álftanes og Reykjavík í einni sæng, rættist. Reykjanes er bersýnilega upptekið svo nærtækasta lausnin væri þá sennilega Álftavík. Reyndar er það örnefni þegar til og er í Borgarfirði eystri en samkvæmt Google lagðist byggð þar af árið 1904 svo sennilega væri öllum sama þótt nafnið yrði einnig haft á nýja höfuðborg landsins. Og ekki lýgur Google frekar en Mogginn. (Mynd: Álftanes.is)

Hvað er fólk alltaf að þvælast um Langjökul í manndrápsveðri og glórulausu skyggni? Í þessum skrifuðum orðum er allt tiltækt lið að leita að einhverjum bjálfum á vélsleðum sem hurfu í dag. Örstutt er síðan banaslys varð á jöklinum og jöklafræðingur varaði fólk við því að vera á ferð þar þegar vetur hefur verið svo snjóléttur. Hann sagði jökulinn illfæran gangandi fólki. Telja menn þá í himnalagi að geysast um hann á vélknúnum farartækjum??

Við Mosfellingar rétt klikkuðum á heimsmetinu í hópfaðmi í dag. Þegar þetta var kunngjört í fréttum var um stund óttast á mínu heimili að fjarvera okkar hefði riðið baggamuninn en við vorum í Kolaportinu að skoða bækur þegar reynt var við metið. Mikill var léttirinn þegar í ljós kom að á fjórða hundrað manns vantaði upp á nýtt heimsmet en sveitungar mínir settu nýtt Íslandsmet í greininni. Glæsilegt.

Athugasemdir

athugasemdir