Mottumars hefur að lokum skotið rótum í Noregi en Norðmenn eru sem alkunna er ekki nýjungagjarnasta fólk í heimi og finnst yfirleitt hreinn óþarfi að tileinka sér hvers kyns erlendan tískuslæðing sem gerir ekki annað en drepa niður norska þjóðarsál (þess vegna er t.d. ekki KFC í Noregi).
Reyndar er þó alls ekki um mars að ræða hjá Norðmönnum heldur er þetta að fara í gang núna af krafti og heitir “Movember” en undir því nafni hefur skeggsöfnun í nafni krabbameinsbaráttu reyndar farið fram á alþjóðavettvangi síðan 2003 og voru það raunar Ástralar sem byrjuðu á þessu 2003. Rogalands Avis greindi frá þessu á föstudaginn (og fleiri norskir fjölmiðlar auðvitað) og segir frá 30 manna hópi hjá Statoil sem ætlar sér að koma sjá og sigra í átakinu en eins og á Íslandi í mars er í boði heimasíða þar sem menn geta skráð sig, birt myndir og safnað áheitum. Þessir herramenn mættu allir sléttrakaðir til vinnu 1. nóvember og bíða nú sprettunnar. Fyrir þá sem velta Movember-hugtakinu fyrir sér er það byggt á ástralska slanguryrðinu mo sem táknar mottuna. Snjallt.
Bandaríkjamenn flykkjast að kjörborðinu á morgun til að gera út um hvort þeir vilji Obama í fjögur ár til eða kaupsýslumann og mormóna frá Michigan sem, auk þess að hafa verið ríkisstjóri Massachusetts, þjónaði í hjáverkum sem biskup við Kirkju Jesú Krists hinna síðari daga heilögu. Fáir forsetaframbjóðendur í heiminum eiga sér eins margbrotinn feril…kannski Ástþór Magnússon.
Sennilega mun enginn nokkurn tímann skáka George Bush yngri í almennum skorti á vitsmunum en mormónabiskupinn Mitt Romney hefur þó stráð um sig forvitnilegum og oft mjög heimskulegum athugasemdum frá upphafi kosningabaráttu sinnar, hvort tveggja í ræðum sem viðtölum. Lítum á nokkrar djúpar tilvitnanir:
When you have a fire in an aircraft, there’s no place to go, exactly, and you can’t find any oxygen from outside the aircraft to get in the aircraft, because the windows don’t open. I don’t know why they don’t do that. It’s a real problem. (fjáröflunarfundur í Beverly Hills, 22. september)
I like being able to fire people who provide services to me. (janúar)
I believe in an America where millions of Americans believe in an America that’s the America millions of Americans believe in. That’s the America I love. (ræða í janúar)
Tomorrow we begin a new tomorrow. (ræða í dag)
Syria is Iran’s only ally in the Arab world. It’s their route to the sea. (Íran og Sýrland deila ekki landamærum og strandlengja Íran að Persaflóa með greiðri leið út á alþjóðleg hafsvæði er yfir þúsund kílómetra löng – 22. október)
No one’s ever asked to see my birth certificate. They know that this is the place that we were born and raised. (ræða í Michigan, 24. ágúst)
We have a president, who I think is a nice guy, but he spent too much time at Harvard, perhaps. (Romney nam við Harvard í fjögur ár og lauk tveimur gráðum þaðan – 5. apríl)
Og gjörsamlega rúsínan í pylsuendanum:
I’m not familiar precisely with what I said, but I’ll stand by what I said, whatever it was. (17. maí)
Forseti Bandaríkjanna næstu fjögur ár? Spyrjum að leikslokum.