MAX1 gerir hreint fyrir sínum dyrum

Eftir að hafa sent MAX1 bílavaktinni formlega kvörtun vegna atviksins sem lýst er hér að neðan fékk ég mjög ánægjulegt símtal frá kvörtunarþjónustu þeirra upp úr helgi. Kurteis og fagmannlegur aðili hringdi í mig og fullvissaði mig um að mönnum þætti þetta mjög miður og starfsfólkinu stæði engan veginn á sama um hvernig staðið væri að því að veita viðskiptavinum þjónustu. Þarna hefði eitthvað skolast til í upplýsingagjöf og farið yrði ofan í saumana á því. Hann náði að minnsta kosti að sannfæra mig og ég er sáttur.

Mér finnst mjög ánægjulegt þegar fyrirtæki ljúka málum á þennan hátt. ‘Eitthvað klikkaði, okkur þykir vænt um að heyra frá þér um málið og við pössum að það gerist ekki aftur.’ Flott. Venjulegur neytandi þarf ekki meira til að málið sé niður fallið og ég er sáttur. Mun láta skipta um næstu peru hjá MAX1 þegar þar að kemur.

Athugasemdir

athugasemdir