Móðir mín, dr. Ragnheiður Briem kennslufræðingur, á 75 ára afmæli í dag og hefði vafalítið fagnað þeim tímamótum vel og innilega, svo sem hennar var siður, hefði illvígt krabbamein ekki lagt hana að velli á útmánuðum ársins 2000, þá nýlega 62 ára. Blessuð sé minning hennar og ævarandi heiður að koma af sér því mikla verkefni skammlaust sem uppeldi mitt mun hafa verið.
(MYND: Við mæðginin í júlí 1981, ég enn tiltölulega óbrjálaður. Úlpa móður minnar er kunnuglegur fulltrúi þessa tímabils og áranna á undan./Guðmundur Elíasson)