Kóngur vill sigla en BYR hlýtur að ráða

byrÞað væri synd að segja að Glitnir heitinn ætti barnaláni að fagna þessa dagana. Fregnir af þessari nýjustu beinagrind í peningaskápnum koma þó í raun ekki á óvart en það er nú aðallega vegna þess að nánast ekkert gerir það lengur í íslensku fjármálaumhverfi eftirhrunsáranna.

Annars er varla hægt annað en að taka ofan fyrir höfundum þeirrar fléttu að 44 prósenta arður renni beint til niðurgreiðslu lánanna. Af hverju fæ ég aldrei svona hugmyndir???

Þá hefði maður sannarlega BYR undir báða vængi og gæti án efa tekið flugið til New York með Iceland Express sumarið 2010. Varla blæs þó svo byrlega fyrir mörlandanum sem hímir hnípinn og gjaldþrota á horsælum hérvistarslóðum – með svínaflensu ofan í kaupið.

Ráðherrar fullyrða ábúðarmiklir í fréttatímum að svona lagað gangi nú tæpast og málin hljóti að verða rannsökuð, hljóti að fara í einhvern farveg. Jú jú, sennilega hlýtur það að vera…

Athugasemdir

athugasemdir