Íbúðin í rúst á Facebook

Það fóru því að renna tvær grímur á Lorimer, svo ekki sé meira sagt, þegar hún var á flakki um samskiptavefinn Facebook og sá þar myndir sem virtust kunnuglegar að einhverju leyti. Myndirnar sýndu hópa fólks í gríðarmiklum gleðskap, dansandi uppi á borðum og látandi öllum illum látum á meðan mjöðurinn freyddi sem aldrei fyrr. Það sem var kunnuglegt á myndunum var íbúðin en þar var um hennar eigin íbúð í Folkstone að ræða.

Lorimer mætti á staðinn svo fljótt sem verða mátti og fékk vægt áfall þar sem íbúðin var í klessu svo ekki sé meira sagt. Auk þess að eyðileggja hurðir og lampa var ógreiddur gasreikningur upp á tugi þúsunda auk þess sem leigan hafði ekki verið greidd síðustu tvo mánuði. Þá kom í ljós að lögregla hafði margsinnis farið í hávaðaútköll á staðinn og það sem sennilega er verst af öllu, Lorimer gleymdi að ganga frá tryggingu við leigjendurna.

Athugasemdir

athugasemdir