Hverfið Haugtussa

haugtussaÍ Tjensvoll, sem er hérna rétt hinum megin við Mosvatnet, er að finna hverfið Haugtussa sem ég get ekki setið á mér að rita hér nokkrar línur um. Hverfið er skilgetið afkvæmi olíusprengingarinnar í Stavanger og varð til eftir að borgaryfirvöld efndu til arkítektasamkeppni um hönnun á íbúðahverfi handa erlendum olíuverkfræðingum árið 1968. Haugtussa er með sína eigin heimasíðu þar sem lesa má um tilurð og sögu hverfisins og segir þar meðal annars: (MYND: Haugtussa árið 1976.)

Bakgrunnen for utformingen av området var delvis tanken om at en med konsentrert småhusbebyggelse lettere kunne oppnå etterspurte kvaliteter som smågater, fellesfunksjoner og sosial kontakt.

Haugtussa varð tilefni ýmiss konar skipulagskærumála sín fyrstu ár og fylgdi neikvæð fjölmiðlaumfjöllun í kjölfarið. Þessu er svo lýst í hinu ágæta riti Stavanger byleksikon sem ég fletti upp í nær daglega:

Etter noen år med klager og mye negativ mediaomtale, har imidlertid de positive sidene ved Haugtussa-feltet kommet mer fram i lyset.

Í dag státar Haugtussa af 282 raðhúsaíbúðum með litlum görðum og huggulegum garðpöllum…að ógleymdu besta nafni í heimi á smáíbúðahverfi!!!

Athugasemdir

athugasemdir