Hvað getur maður sagt?

Hér að neðan má lesa svar Eddu skólastjóra við harðorðu erindi mínu í síðustu færslu. Ég get ekki annað en tekið þessu eins vel og hægt er. Málflutningur hennar er heiðarlegur og mér er það til efs að ég hefði getað afgreitt málið betur sem skólastjóri. Ég veiti mínum gamla skóla því uppreist æru en bendi foreldrum sökudólgsins á að mér finnst þeirra framganga ekki bera vott um heilindi. Þetta skrifaði Edda Huld mér:edda huld

Sæll Atli

Ég fæ ekki séð að það sé neinn sigurvegari í þessu máli.

Starfsmaður skólans sem stóð þarna nærri þegar steinunum var kastað sá ekki hvort það var einn eða fleiri sem  köstuðu. Einn drengur játaði brotið og ég talaði við foreldra hans og þau höfðu samband við sitt tryggingafélag sem reyndist það sama og þitt.

Þeirra drengur benti á annan dreng sem vitorðsmann en sá þvertók fyrir að hafa átt hlut að máli, sagðist eingöngu hafa staðið hjá.  Við getum ekki borið nemendur skólans, frekar en aðra,  þungum sökum, nema hafa vitni og þau eru ekki til staðar. Hendur skólans eru því dálítið bundnar í málinu.

Ég ræð ekki við það að foreldrarnir dragi allt til baka eftir að málið er farið af stað í tryggingunum og harma reglulega að þau hafi gert það.

Með góðri kveðju,
Edda Huld

Athugasemdir

athugasemdir