Hefði Jónas fæðst 150 árum seinna…

Alþýðulýðveldið Ísland

Ísland, fallanda frón og verðandi hreppur í Kína,
hvar er þinn Hu Jintao og himneska friðarins torg?
Alþingi loks í einn flokk og hver ykkar skal vera Maó?
Menningarbyltingin nýja er myntkörfulán.

Nú má á Grímsstöðum gömlu, mælt heyra á mandarín-tungu
og marsérar alþýðuherinn á Húsavík, Ásbyrgi og dal.
Ó, Huang Nubo, hvað heldurðu að þú sért að gera,
hefurðu ei pælt í ‘ann Össur er gal?

Verða Vestmannaeyjar Tíbet Íslands?

Athugasemdir

athugasemdir