Haust

haust13Bak við mig bíður dauðinn,
ber hann hendi styrkri
hyldjúpan næturhimin
helltan fullan af myrkri.

-Jóhann Sigurjónsson, Bikarinn, síðasta erindi. Eitt af hans allra bestu ljóðum að mínu mati.

Hérna á vesturströnd Noregs er komið haust, engum blöðum um það að fletta, nema kannski laufblöðum. Fram undan eru rigningardagar, þverrandi birta, langar raðir bifreiða með pirrað fólk undir stýri sem þokast hægt gegnum myrkrið á leið til þunglyndislegra vinnustaða þar sem undarlegir geðhvarfasjúklingar með sítt að aftan láta sig dreyma um eftirlaun og hægan dauða á meðan veðurþulur NRK boðar rigningu, þoku og frisk bris langs kysten að eilífu amen með skrollandi Rogalands-errum og hver veit nema Stoltenberg fái enn eina kosninguna 9. september.

Arineldur, kaffi, Bailey’s-sletta og tvær prozac.

Haustið er frábær tími!

Athugasemdir

athugasemdir