Framleiðandi hraðamyndavéla nappaður á 160

Framkvæmdastjóri breska fyrirtækisins Serco var sviptur ökuleyfi í sex mánuði eftir að hafa verið gripinn á rúmlega 160 kílómetra hraða á Volvo-bifreið sinni í Suffolk. Þetta væri þó vart í frásögur færandi nema fyrir þá sök að Serco er leiðandi í framleiðslu og uppsetningu myndavéla sem hafa eftirlit með hraðakstri á breskum vegum og hefur fyrirtækið sett upp 4.500 slíkar myndavélar um allt Bretland síðan árið 1992. Ekki fylgdi sögunni hvort framkvæmdastjórinn hraðskreiði var nappaður af sínum eigin myndavélum.

Athugasemdir

athugasemdir