Fórnaði bílnum fyrir geitur

Engir peningar verða þó beinlínis til af þessum landbúnaði hennar en þetta er einmitt það sem fjöldi Ameríkana er farinn að stunda, ekki geitarækt endilega, en alls konar hagnýtar sparnaðaraðgerðir nú þegar skórinn kreppir sem aldrei fyrr.

Stórir hópar fólks, sem fram að þessu hafa haft allt annað en græna fingur, rækta nú allt sitt grænmeti sjálfir í bakgarðinum og gríðarleg aðsókn er skyndilega í gönguhóp hjá grasafræðingi í New York sem fylgir fólki um almenningsgarða og fræðir um hvaða plöntur má leggja sér til munns án þess að hljóta varanlegan skaða af.

Þá er hópur háskólanema í New York kominn í svokallaða „freegans”-hreyfingu en það er fólk sem eyðir ekki krónu í mat heldur finnur hann í ruslagámum.

Athugasemdir

athugasemdir