Þar var einhver vesalings maður að leita sér að upplýsingum um varnir gegn hryðjuverkum í gær þegar síðan beindi honum fyrirvaralaust inn á svæsna japanska klámsíðu. Kerfisstjórar ráðuneytisins brugðu skjótt við og fjarlægðu hlekkinn að klámsíðunni en málið þykir hið vandræðalegasta fyrir ráðherrann, sérstaklega í ljósi nýliðinna atburða.
Talsmaður ráðuneytisins segir tölvuþrjóta hafa náð að brjóta sér leið inn á hluta síðunnar og koma umræddum tengli þar fyrir. Góð og gild skýring en skaðinn er auðvitað þegar orðinn og eins og Paul Holmes, þingmaður frjálslyndra demókrata á breska þinginu, benti á er það grátbroslegt að innanríkisráðuneytinu sé treyst fyrir persónuupplýsingum um þúsundir Breta á meðan það eigi í stökustu vandræðum með að halda sinni eigin heimasíðu klámlausri.