Jæja, það er óhætt að segja að laugardagskvöldið hafi verið gjörsamlega ógleymanlegt (þrátt fyrir að ég muni nú kannski ekki allt sem gerðist). Tuttugu ára afmælið okkar garðskælinga tókst algjörlega óaðfinnanlega og það var algjörlega ljóst að andinn í mannskapnum var til staðar sem aldrei fyrr. Endurfundanefnd tæklaði verkefni sitt nokkuð vel enda hafði hún fundað stíft síðan í ágúst. Vel má viðhafa ummæli Winstons Churchill forsætisráðherra um orrustuna um Bretland þegar laugardagurinn er rifjaður upp: