Ég drekk lirfu í Frankfurt

Þetta myndband síðan í september 2007 er nánast óborganlegt. Þarna tekur Guðbjörn Guðbjörnsson, formaður Tollvarðafélags Íslands, myndskeið af því þegar ég sporðrenni mexíkóskri lirfu, baðaðri í eðaldrykknum tequila. Það er greinilegt að þarna stóð góðærið sem hæst, maður leyfir sér ekki núorðið að drekka sjaldgæf skordýr á erlendum flugvöllum. En minningin er góð. Ef glöggt er hlustað má heyra viðbjóðsópin í stúlkunum sem vinna á barnum og létu mér þetta góða staup í té.

 

Athugasemdir

athugasemdir