Eftir smávægilega tækniörðugleika við að koma 1,4 GB myndbandi á vefinn birti ég stykkið loksins HÉRNA og búinn að naga alla útlimi af spenningi, Morthensinn fer á kostum í veislunni okkar á Spot 30. júní. Kom glóðvolgt á USB-lykli frá gamla landinu í dag. Myndbandinu er einnig streymt neðst í pistlinum fyrir þá sem kunna betur við það. (MYND: Hornin á lofti eftir spileríið./Brynjar Sigmundsson)
Fyrir utan jáið í kirkjunni og fæðingu mína, sem ég man takmarkað eftir, var það sennilega stærsta stund lífs míns að fá kallinn til að taka Svartan Afgan live í veislu á mínum vegum. Takið líka eftir dúndurstemmningu í salnum í Rómeó og Júlíu. Kári bróðir á heiðurinn af tökunni og á endalausa þökk skilið fyrir ósérhlífni og þolinmæði. Sjálfur gerði ég ekki neitt, Heiðar Ingi Svansson veislustjóri bar í okkur hvítvín og maður sat bara í vellystingum (ein af hvítvínsferðum hans kemur fram í myndskeiðinu). Ógleymanleg uppákoma með öllu, kærar þakkir til Bubba, umboðsskrifstofunnar Prime og Viktors Hólm, aðstoðarmanns Bubba á staðnum.
Birkir Jónsson fær þakkir fyrir að benda mér á hvernig mætti troða öllu þessu gagnamagni á YouTube.