Jæja, eftir þrjár djöfullegar vikur í World Class í Spönginni, þar sem endurhæfing mín fer fram, er ég aðeins farinn að sjá til sólar á ný. Ég játa það fúslega að ég hef svitnað eins og hóra í kirkju á bölvaðri skíðavélinni fyrstu 15 mínútur hverrar æfingar. Ekki bætir það úr skák að hafa ekkert annað útsýni en Bónusverslunina hinum megin við Spangartorgið. Þessar stig- og skíðavélar eru leiðinlegri en helvíti og varla bætir úr skák að ég neyðist til að hlusta á bullið í vinnufélögum mínum hjá 365 sem halda úti þættinum Zúúber á FM 957 og stíga varla í vitið (OK, þetta er djók, Svali, sorrý!).
Sennilega þarf ég að fá mér svonefnda tónhlöðu eða iPod til að komast í gegnum þessar fyrstu 15 mínútur sem helgaðar eru lýsisbrennslu minni. Ég sé fyrir mér að Pantera, Metallica, Rammstein, Obituary og fleiri góðir tónlistarmenn verði mér mun meiri hvatning á skíðunum en Svali vinur minn.
Eftir skíðavélina tekur stálið við. Enn og aftur hef ég tekið til við neyslu Horsepower-kreatínsins frá Ultimate Nutrition með tilheyrandi kláða og allt að því ofskynjunum sem meira má lesa um í þessum pistli. Sem betur fer skilar það einhverju…en ekki öllu. Enn þarf ég að sætta mig við tveggja stafa tölu í bekkpressu og skammarlegar þyngdir í tvíhöfðaæfingum á svonefndum predikarabekk (e. preacher curls) en þær einangra tvíhöfðann (lat. biceps brachii) öðru fremur og útiloka allar svindlhreyfingar sem eru ótrúlega algengar í standandi krulli (e. curls). Mér verður hugsað til góðrar spurningar úr auglýsingu sem ég sá í hléi í bíó um daginn,